Brotist inn í Fiskbæ
Laust eftir hádegi í dag var lögreglunni í Keflavík tilkynnt um innbrot í Fiskbæ við Hringbraut í Keflavík. Þar hafði gluggi verið spenntur upp á bakhlið hússins. Peningakassi sem var í húsinu var brotinn upp og hann eyðilagður og úr honum stolið 4000 krónum í seðlum.Þá hafði lögregla afskipti af tveimur piltum sem voru á torfæruhjólum í Sandvík á Reykjanesi.






