Brotist inn í fimm bifreiðar
Brotist var inn í fimm bifreiðar í eigu fyrirtækisins Njarðtak ehf. um helgina, en tilkynnt var um innbrotin til lögreglunnar í Keflavík í morgun. Höfðu hljómflutningstæki verið tekin úr bifreiðunum. Ekki er vitað hvar eða hverjir voru þarna að verki. Ef einhver hefur orðið var við mannaferðir í námunda við bifreiðarnar þá biður lögreglan í Keflavík viðkomandi að hafa samband í síma 420-2450.
Í morgun varð allaharður árekstur á Reykjanesvegi í Njarðvík en þar rákust saman fólksbifreið og jeppabifreið. Ekki urðu slys á fólki en flytja varð fólksbifreiðina af vettvangi með dráttarbifreið.
Í morgun varð allaharður árekstur á Reykjanesvegi í Njarðvík en þar rákust saman fólksbifreið og jeppabifreið. Ekki urðu slys á fólki en flytja varð fólksbifreiðina af vettvangi með dráttarbifreið.