Brotist inn í Dósasel í nótt
Tilkynnt var snemma í morgun um innbrot í Dósasel við Iðavelli, þar sem Þroskahjálp er með dósasöfnun. Brotin hafði verið rúða að bakatil og farið þar inn. Þjófurinn eða þjófarnir höfðu á brott með sér svarta Dell tölvu og skjá, Nokia 5510 farsíma og talsvert af peningum og skiptimynnt. Innbrotið mun hafa átt sér stað eftir kl. 23:00 í gærkvöldi en þetta var síðasti opnunardagur hjá Dósasel fyrir jól. Lögreglan biður alla sem hafa orðið varir við grunsamlegar mannaferðir eftir kl. 23:00 við Dósasel að hafa samband við lögregluna á Suðurnesjum.