Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 30. júlí 2001 kl. 09:43

Brotist inn í bíla og íbúðarhúsnæði

Brotist var inn í fjóra bíla og eitt íbúðarhúsnæði í Keflavík í fyrrinótt. Að sögn lögreglu bendir allt til þess að þarna hafi sömu mennirnir verið á ferðinni.

Dregur lögreglan þessa ályktun því fyrir framan íbúðarhúsnæðið fundust hlutir sem teknir höfðu verið úr bifreiðunum. Þjófarnir höfðu með sér ferðatölvu úr íbúðarhúsnæðinu og geislaspilarar og -diskar voru teknir úr bifreiðunum. Málið er í rannsókn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024