Brotist inn í bíl við Reykjanesbraut
Brotist var inn í bíl í gærmorgun sem hafði verið skilinn eftir á Reykjanesbraut skammt frá Vogavegi. Hafði rúða verið brotin í bílnum og útvarps- og kasettutæki stolið úr bifreiðinni. Þeir sem telja sig geta veitt upplýsingar um þetta mál eru vinsamlegast beðnir um að snúa sér til lögreglunnar.
Myndin tengist ekki efni fréttarinnar.