Brotist inn í Balís og Netagerðina
Brotist var inn í verslunina Balís í Njarðvík á aðfararnótt fimmtudags. Þar voru teknir nokkrir geisladiskar og 7000 krónur í mynt og seðlum. Á efri hæð hússins, þar sem skrifstofa Netagerðar Suðurnesja er til húsa, var tekin 19" tölvuflatskjár. Ekki er vitað hver þarna var að verki.






