Brotist inn í apótek og bát og lyfjum stolið
Brotist var inn í Apótek Suðurnesja í gær og þaðan stolið ávanabindandi lyfjum og verkjalyfjum að andvirði á fjórða hundrað þúsund króna. Festing í glugga hafði verið brotin upp og þaðan verið farið inn. Þá var einnig tilkynnt um innbrot í bát í Njarðvíkurhöfn og þaðan var stolið morfíni og sterkum verkjalyfjum.