Brotist inn í á annan tug spilakassa
Brotist var inn á veitingastaðinn Rána í Keflavík aðfararnótt mánudags. Hinir óboðnu gestir brutust jafnframt inn í alla spilakassana á staðnum, á annan tug talsins
Verksummerki þykja benda til þess að þeir sem þarna voru að verki hafi notað barefli við athæfið. Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar málið og biður þá, sem kunna að geta veitt upplýsingar, að hafa samband við lögregluna í síma 420-1800.