Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Brotist inn hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur
Þriðjudagur 22. júní 2004 kl. 11:29

Brotist inn hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur

Brotist var inn á skrifstofu Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur aðfararnótt mánudags og peningar teknir úr afgreiðslu. Innbrotið var tilkynnt til lögreglunnar í Keflavík í gærmorgun.

Í gær voru átta ökumenn kærðir fyrir hraðakstur á Suðurnesjum. Fjórir voru teknir á Reykjanesbraut, tveir á Garðvegi og tveir á Sandgerðisvegi. Sá sem hraðast fór var á 136 km þar sem hámarkshraði er 90 km.  Níu ökumenn voru kærðir fyrir að vera ekki með öryggisbeltið spennt við aksturinn.  Einn ökumaður var tekinn grunaður um ölvun við akstur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024