Brotist inn hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur
 Brotist var inn á skrifstofu Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur aðfararnótt mánudags og peningar teknir úr afgreiðslu. Innbrotið var tilkynnt til lögreglunnar í Keflavík í gærmorgun.
Brotist var inn á skrifstofu Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur aðfararnótt mánudags og peningar teknir úr afgreiðslu. Innbrotið var tilkynnt til lögreglunnar í Keflavík í gærmorgun. Í gær voru átta ökumenn kærðir fyrir hraðakstur á Suðurnesjum. Fjórir voru teknir á Reykjanesbraut, tveir á Garðvegi og tveir á Sandgerðisvegi. Sá sem hraðast fór var á 136 km þar sem hámarkshraði er 90 km. Níu ökumenn voru kærðir fyrir að vera ekki með öryggisbeltið spennt við aksturinn. Einn ökumaður var tekinn grunaður um ölvun við akstur.

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				