Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Brotist inn hjá bílaleigu
Laugardagur 19. október 2013 kl. 09:44

Brotist inn hjá bílaleigu

Brotist var í vikunni inn í bílskúr  sem bílaleiga í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum hefur til afnota. Þaðan var stolið ryksugu, sem notuð er til djúphreinsunar svo og logsuðutæki.
Sá eða þeir sem þarna voru að verki höfðu spennt upp hurð á suðurhlið hússins með þeim afleiðingum að hengilás og festingar hans létu undan. Þeir höfðu síðan ofangreind tæki á brott með sér.  Málið er í rannsókn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024