Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Brotinn eldingarvari olli þriggja tíma rafmagnsleysi
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
sunnudaginn 16. ágúst 2020 kl. 16:24

Brotinn eldingarvari olli þriggja tíma rafmagnsleysi

Brotinn eldingarvari á Svartsengislínu olli því að Grindvíkingar voru án rafmagns í rúmar þrjár klukkustundir í morgun. Rafmagn fór af bænum kl. 09:15 og var ekki komið á að nýju fyrr en um kl. 12:30.

Rafmagnsleysið olli því líka að Svartsengisvirkjun varð óvirk en hún var komin á full afköst að nýju um kl. 14 í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024