Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 13. maí 2002 kl. 23:19

Brosmildur Powell veifaði til ljósmyndara VF

Flugvél Colins Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lenti fyrir nokkrum mínútum á Keflavíkurflugvelli og er hann síðastur utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsríkjanna (NATO) til að koma til utanríksiráðherrafundar bandalagsins sem hefst í Reykjavík klukkan 8:30 í fyrramálið.
Powell kom vel fyrir þegar hann steig út úr flugvél bandarísku stjórnarinnar. Það var svalt á Keflavíkurflugvelli þegar kappinn heilsaði upp á Jóhann Benediktsson sýslumann og fleiri góða menn í móttökuliðinu.

Powell veifaði síðan til ljósmyndara Víkurfrétta þegar honum var ekið á brott í 24 milljóna króna brynvarinni BMW bifreið áleiðis til Reykjavíkur.

Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi Bárðarson við komu utanríkisráðherrans til Keflavíkurflugvallar (Sandgerðis) í kvöld.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024