Brosbræður hlutu styrk frá Landsbankanum
Brosbræður hlutu í vikunni 250.000 króna styrk frá Samfélagssjóði Landsbankans til að sýna heimildarmynd sína, Maðurinn sem minnkaði vistsporið sitt, í framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu. Myndin fjallar um það hvernig Vesturlandabúar geta minnað vistspor sitt og jafnvel lifað innan sjálfbærnimarka.
Bræðurnir á bak við myndina eru þeir Sigurður Eyberg og Magnús Jóhannessynir úr Keflavík. Heimildarmyndin um manninn sem minnkaði vistsporið sitt var frumsýnd í vor og var á dögunum sýnd í Hljómahöll í Reykjanesbæ. Sautján verkefni hlutu umhverfisstyrki frá Samfélagssjóði Landsbankans að þessu sinni. Styrkjunum er ætlað að styðja við verkefni á sviði umhverfismála og náttúruverndar.