Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Broadstreet hreinsað af rusli
Miðvikudagur 28. ágúst 2002 kl. 11:23

Broadstreet hreinsað af rusli

Fjölmennur hópur fólks mætti í rústir Broadstreet við Reykjanesbraut í gær og tók þar til hendinni í hreinsunarátaki Reykjanesbæjar. Mikið magn af rusli hefur safnast saman á svæðinu á síðustu árum. Meðal annars eru þar bílhræ og annað rusl.Hreinsun svæðisins við Broadstreet er liður í því að gera svæðið meira aðlaðandi fyrir þá íþróttaiðkun sem þar fer fram. Mótorhjólafólk hefur þar aðstöðu til að "spóla og stökkva" og litboltafólk hefur vanið komur sínar í rústirnar til að iðka íþrótt sína. Nú er til meðferðar hjá bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ umsókn frá þessu íþróttafólki um að fá staðfest afnot af svæðinu fyrir mótorcross og litbolta.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024