„Brjáluð traffík“ í Nýja bakaríinu
 Eyjólfur Hafsteinsson bakarameistari í Nýja bakaríinu og hans fólk hafði í nógu að snúast alla helgina. Fimmtán ára afmæli bakarísins var fagnað með sérstöku afmælistilboði og ýmsum nýjungum í bakaríinu og segist Eyjólfur aldrei hafa lent í öðru eins.Hér var fullt út úr dyrum alla tilboðsdagana og við höfum aldrei lent í öðru eins öll þessi fimmtán ár, sagði Eyjólfur í samtali við Víkurfréttir í morgun.
Eyjólfur Hafsteinsson bakarameistari í Nýja bakaríinu og hans fólk hafði í nógu að snúast alla helgina. Fimmtán ára afmæli bakarísins var fagnað með sérstöku afmælistilboði og ýmsum nýjungum í bakaríinu og segist Eyjólfur aldrei hafa lent í öðru eins.Hér var fullt út úr dyrum alla tilboðsdagana og við höfum aldrei lent í öðru eins öll þessi fimmtán ár, sagði Eyjólfur í samtali við Víkurfréttir í morgun.Eyjólfur vildi koma á framfæri kæru þakklæti til allra sem mættu í bakaríið og vildi láta fylgja að fljótlega verði sprellað að nýju.
Afmælistilboðið var eingöngu auglýst í Víkurfréttum.





 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				