Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Brjálað að gera í einu opnu búðinni
Löng röð var í versluninni þegar VF leit þar við í dag.
Þriðjudagur 1. janúar 2013 kl. 19:45

Brjálað að gera í einu opnu búðinni

Löng biðröð í verslun 10-11 á Nýársdag. „Búðin að tæmast,“ sögðu afgreiðslumennirnir

„Það er búið að vera brjálað að gera síðan klukkan þrjú. Búðin er að verða tóm því við höfum ekki getað fyllt á,“ sögðu ungir afgreiðslumenn í verslun 10-11 í Keflavík en búðin var opin í nótt og í dag, Nýársdag.

Löng röð myndaðist oft í versluninni í dag. Fólk var með margvíslega matvöru í höndunum, allt frá grænum baunum yfir í mjólk og kartöfluflögur. Ungu afgreiðslumennirnir höfðu áhyggjur af vöruskorti á fyrsta degi ársins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Opið var á einhverjum skyndibitastöðum. Röð var einnig við sölulúgu á Hlöllabátum. Ungu krakkarnir á rúntinum voru svangir og vildu sveittan skyndibita. Gott í þynkunni sagði einhver.