Brjálað á pósthúsinu og margir seinir
"Það er búið að vera vitlaust að gera og mikið fjör. Það kom einn hér áðan með stóran jólapakka og spurði hvort hann kæmist ekki örugglega á áfangastað fyrir jól," sagði Anna María póstmeistari Suðurnesja í samtali við vf.is á Þorláksmessu.
Þúsundir pakka og jólakorta hafa farið í gegnum pósthúsið í Keflavík í desember og sagði Anna að það væri alltaf fjör í jólamánuðinum. Það var opið í dag, á Þorláksmessu en ótrúlega rólegt þegar VF leit þar inn um hádegisbilið. En það eru alltaf einhverjir seinir með sitt og þá verða sumir að bíta í það súra að fá kort eða pakka á milli jóla og nýárs. Það verður bara að hafa það. Betra er seint en aldrei.