Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Brimið lemur Karl
Mánudagur 22. mars 2021 kl. 07:43

Brimið lemur Karl

Móbergsdrangurinn Karl rís um 50 metra úr sæ rétt utan við ströndina á Reykjanesi. Hann er hluti af gömlum gígbarmi. Maki hans Kerling sem var við hans hlið er fyrir löngu „látin“ og horfin í sjóinn. Brimið heldur ótrautt áfram að lemja á Karli til þess eins að koma honum fyrir kattarnef.  Þó svo að Karl hafi hingað til staðið þetta af sér eins og skaflajárnaður köttur á rökuðu gæruskinni, þá kemur að því að hann gefur eftir og fylgir kerlu sinni eftir í vota gröf.

Myndir og texti: Jón Steinar Sæmundsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024