Brimfaxi hlaut æskulýðsbikar hestamanna
Hestamannafélag Brimfaxa í Grindavík hlaut æskulýðsbikar landsambandsins fyrir frábært æskulýðsstarf, bikarinn var afhentur á formannafundi Landsambands hestamanna. Brimfaxi býður upp á öflugt æskulýðsstarf og er þetta því mikill heiður fyrir félagið en það stendur reglulega fyrir mótum fyrir yngri iðkendur ásamt námskeiðum og fleiri uppákomum.
Meðfylgjandi mynd var tekin á fundi frístunda- og menningarnefndar Grindavíkur á dögunum þar sem samstarfssamningur Brimfaxa og Grindavíkurbæjar var til umræðu. Þær Valgerður Söring og Jóhanna Harðardóttir frá Brimfaxa mættu á fundinn með bikarinn góða með sér.