Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 26. maí 2003 kl. 15:12

Brimbretti stolið í Keflavík

Á aðfararnótt sunnudagsins, klukkan 01:32 var tilkynnt um stuld á brimbretti af palli bifreiðar, Ford Ranger, rauðum að lit, við Mávabraut í Keflavík. Brettið er af gerðinni Stewart og er hvítt með bláum og grænum röndum. Það var í renndum poka sem var skærrauður að lit. Brettið er ca. 2,3m að lengd og eru 3 uggar neðan á því aftanverðu. Áætlað verðmæti er kr. 45.000.-Þeir sem einhverjar upplýsingar geta gefið eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í Keflavík.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024