Brim við Sandgerði
Úm hádegisbil var töluvert brim úti fyrir Sandgerði og vindhraði á bilinu 16-21 meter á sekúndu. Vindinn er að lægja en þar er nú suð-suðvestan átt. Að sögn Sveins Einarssonar starfsmanns á Sandgerðishöfn eru engir bátar á sjó, enda er ölduhæð í kringum 8 metrar.
VF-ljósmynd tekin við Golfvöllinn í Sandgerði um hádegisbil í dag.
VF-ljósmynd tekin við Golfvöllinn í Sandgerði um hádegisbil í dag.