Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 3. mars 2003 kl. 12:17

Breyttur vefur VF í loftið síðar í dag

Talsverðar breytingar verða gerðar á vef Víkurfrétta síðar í dag. Útliti forsíðunnar er breytt nokkuð, fréttum þar fjölgað til muna og nýir valmöguleikar verða gerðir virkir. Fréttasíður fyrir Suðurnes og Hafnarfjörð verða sameinaðar í eina forsíðu. Unnendur ljósmynda geta einnig tekið gleði sína, því frá og með deginum í dag verður hægt að skoða mun fleiri myndir með hverri frétt. Sérstakur "linkur" verður settur neðan við þær fréttir sem innihalda fleiri myndir og með því að smella á hann opnast nýr gluggi þar sem hægt verður að fletta fleiri myndum.Þá verður hægt að nálgast Víkurfréttir og systurblað þeirra, Vikulega í Firðinum á pdf-formi. Til þess að geta lesið blaðið í því formi þarf forritið Acrobat Reader, sem m.a. er hægt að nálgast á vefnum án endurgjalds.

Breyttur vefur verður kynntur betur þegar hann er kominn í loftið - sem verður fyrir kvöldið.

Fram að því má búast við að fréttaforsíðan verði svona götótt eins og sjá má þegar flett er niður síðuna. Þetta ræðst af því að auglýsinga- og þjónustuhnappar hér hægra megin taka orðið mun meira rými en þær fimm fréttir sem gert er ráð fyrir á þessari "gömlu" fréttaforsíðu. Þetta mun allt breytast með nýrri síðu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024