Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Breyttu út af vananum á Degi leikskólans
Þriðjudagur 7. febrúar 2017 kl. 06:00

Breyttu út af vananum á Degi leikskólans

- Dagurinn haldinn hátíðlegur um land allt í gær

Dagur leikskólans var haldinn hátíðlegur í tíunda sinn um land allt í gær. Dagurinn í er helgaður því góða starfi sem fram fer í leikskólum landsins. Að deginum standa Félag leikskólakennara, Félag stjórnenda leikskóla, Samband íslenskra sveitarféalga, mennta- og menningarmálaráðuneytið og Heimili og skóli - landssamtök foreldra. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nemendur á Leikskólanum Holti í Reykjanesbæ gengu með ljós að Akurskóla og sungu þar tvö lög.

Á Vesturbergi var vísindadagur þar sem nemendur gátu valið sér stöðvar og gert vísindauppgötvanir með kennurum.

Á Tjarnarseli héldu nemendur og starfsfólk upp á Dag leikskólans með því að mæta í náttfötum og með vasaljós. Þessar stúlkur notuðu gamlan myndvarpa til að varpa myndum á vegg. VF-myndir/dagnyhulda