Breyttir tímar hjá Bláa lóninu
Það eru sannarlega breyttir tímar hjá Bláa lóninu og það var hálf draugalegt um að litast í dag á þeim slóðum sem lónið var áður. Gamla Bláa lónið er fallið í gleymsku og er horfið af yfirborði jarðar!Ljósmyndari Víkurfrétta gerði sér ferð að gamla lóninu í dag. Þar sem áður blómstraði einn vinsælasti ferðamannastaður Íslands og sá staður sem kom Suðurnesjum inn á ferðamannakortið er nú lítið annað en urð og grjót. Bláa lóninu er veitt annað og einu ummerkin eftir gamla lónið eru baðhúsin. Þeim hefur verið fundið annað hlutverk. Það var ekki laust við að það kæmi kökkur í háls ljósmyndarans að horfa yfir þessa föllnu paradís, þar sem kvenpeningurinn sprangaði um hvítar strendur fyrir framan linsu myndavélarinnar um árið... En nú er öldin önnur í orðsins fyllstu merkingu og Bláa lónið komið á nýjan stað og aðstaðan öll til fyrirmyndar. Einna helst að fólk sakni HVÍTU sandstrandanna frá gamla staðnum. Kannski að Magnea markaðsstjóri og hennar frábæra fólk í Bláa lóninu fái hvítan sand á a.m.k. eina strönd.
Neðst á síðunni má sjá myndir frá "gamla" og "nýja" tímanum.
Neðst á síðunni má sjá myndir frá "gamla" og "nýja" tímanum.