Breyttar strætóferðir í dag vegna framkvæmda
	Vegna framkvæmda við vegamót Skólavegar og Hringbrautar í Reykjanesbæ í dag, þriðjudaginn 12. júní, þá mun innanbæjarstrætó ekki aka upp hjá FS og niður við sundlaug. 
	Einnig mun stoppistöð við Hringbraut á móts við Myllubakkaskóla detta út. 
	Innanbæjarstætó mun aka Sólvallagötuna á meðan í báðar áttir.
				
	
				
 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				