Breytt strætóáætlun stofnar lífi og heilsu barnanna í hættu
Mótmæla harðlega breyttri áætlun stætó á Ásbrú
Stjórn foreldrafélags Háaleitisskóla í Reykjanesbæ fordæmir tillögur að breytri strætóleið, þar sem strætó mun hætta að stoppa við Háaleitisskóla á Ásbrú í júlí. Hún krefst þess að tafarlaust verði látið af þeim áformum og telji þessi áform stofna lífi og heilsu barnanna í hættu. Stjórnin hefur sent bæjarstjórn Reykjanesbæjar bréf þar sem þessu er mótmælt og fer fram á að bæjaryfirvöld bregðist við strax.
Í bréfinu til bæjarstjórnar kemur fram að í skólanum séu um 300 krakkar og hátt í 90% þeirr hafi nýtt sér strætó hingað til.
Í bréfinu kemur þetta m.a. fram:
• Þar sem lagt er til að strætó muni hleypa út farþegum samkvæmt nýja leiðarkerfinu tekur fullorðinn einstakling um 10 mínútur að ganga frá stoppistöð að skólalóð en vegalengdin er í kringum 900 metrar
• Aðrir skólar eru í innan við 200 metra frá strætóstoppistöð en hvergi annars staðar þurfa börnin að fara yfir umferðargötu.
• Miðað við breytingu eiga börnin að ganga yfir planið hjá Virkjun og yfir þrjár umferðargötur. Töluverð umferð er á þessu svæði og sér í lagi á morgnana.
• Veðurfar í Reykjanesbæ er oft slæmt, mikill vindur og það á sérstaklega við um opið svæðið á Ásbrú. Það eru fáar gangstéttar á svæðinu, margar í slæmu ásigkomulagi og eru illa upplýstar
• Krakkarnir búa langflest í 3-4 km fjarlægð frá skólanum
• UMFN ætlar að fara að bjóða upp á æfingar í íþróttahúsinu í Háaleitisskóla eftir hefðbundin skólatíma þannig að reikna má með auknum farþegafjölda utan álagstíma
Stjórn foreldrafélags Háaleitisskóla.
Háaleitisskóli á Ásbrú í Reykjanesbæ.