Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Breytt starfsemi skóla og íþróttamiðstöðva Suðurnesjabæjar
Mánudagur 16. mars 2020 kl. 21:52

Breytt starfsemi skóla og íþróttamiðstöðva Suðurnesjabæjar

Vegna samkomubanns, sem tekið hefur gildi, liggur fyrir að gera þarf ýmsar ráðstafanir til að gera breytingar á starfsemi allra skóla í Suðurnesjabæ, sem og íþróttamiðstöðva og félagsmiðstöðva. Stjórnendur hafa meðal annars haft til hliðsjónar viðmið sem Samband íslenskra sveitarfélaga um takmarkanir á skóla-og frístundastarfi vegna COVID-19 sendi sveitarfélögum sunnudaginn 15. mars.

Aðgerðastjórn Suðurnesjabæjar hefur fundað með stjórnendum allra skóla sveitarfélagsins, íþróttamiðstöðva og félagsmiðstöðva, ásamt deildarstjórum viðkomandi málaflokka. Verkefni dagsins hefur verið að leggja lokahönd á verklag og breytta starfsemi þessara stofnana.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Skólarnir koma upplýsingum um breytta starfsemi á framfæri við forráðamenn nemenda. Upplýsingar um skipulag á starfsemi félagsmiðstöðvanna verða birtar þegar þær liggja fyrir.

Í þessari frétt á vef Suðurnesjabæjar eru tenglar á skjöl og upplýsingar fyrir foreldra og forráðamenn í Suðurnesjabæ.