Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Breytt gjaldskrá bílastæða á Keflavíkurflugvelli
  • Breytt gjaldskrá bílastæða á Keflavíkurflugvelli
Laugardagur 28. febrúar 2015 kl. 08:00

Breytt gjaldskrá bílastæða á Keflavíkurflugvelli

Ný gjaldskrá fyrir bílastæði við Flugstöð Leifs Eiríkssonar tekur gildi 1. apríl nk. en gjaldskráin hefur verið óbreytt í fjögur ár.

Skammtímastæði – brottför og koma

Fyrstu 15 mínúturnar verða áfram gjaldfrjálsar í skammtímastæði en klukkustundargjald verður kr. 230. Gjaldið miðast við gjaldsvæði P1 í Reykjavík að undanteknu gjaldfrelsi fyrstu 15 mínúturnar og mun breytast til samrýmis við það.

Afnot af bílastæðum verða áfram umtalsvert ódýrari en á helstu flugvöllum á Norðurlöndum þar sem það er á bilinu 450 til 900 kr. á klukkustund og víða eru fyrstu 15 mínúturnar ekki gjaldfrjálsar eins og á Keflavíkurflugvelli.

Langtímastæði

Sú breyting verður á gjaldskrá fyrir langtímabílastæði við Flugstöð Leifs Eiríkssonar að sólarhringsgjald fyrstu vikuna verður 950 kr. í stað 800 kr. Gjaldskráin verður óbreytt að öðru leyti, þ.e. 600 kr. á sólarhring í annarri viku og 400 kr. eftir tvær vikur.

Notkun langtímastæða verður einnig áfram nokkuð ódýrari en á helstu flugvöllum á Norðurlöndum, þar sem gjaldið er á bilinu 1.500 kr. til 2.000 kr. á sólarhring fyrstu vikuna.

Bílastæðagjöld á Keflavíkurflugvelli munu eftirleiðis fylgja breytingum á gjaldsvæði P1 hjá Reykjavíkurborg.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024