Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 30. september 1999 kl. 23:16

BREYTT FYRIR 60 MILLJÓNIR

Ísfisktogarinn Sóley Sigurjóns GK 200 er kominn heim eftir að hafa verið breytt fyrir u.þ.b. 60 milljónir króna í Póllandi. Skipið var lengt um 4 metra, sett á það perustefni og byggt yfir það að framan auk minni breytinga og endurbóta. Allar áætlanir stóðust fullkomlega Skipið kom til Póllands þann 25. júlí síðastliðinn og var þá skorið í sundur fyrir aftan brú og þar bætt við nýjum 4 metra skrokkhluta sem nýtist sem aukið í lest, á millidekki auk þess bæta mátti við nokkrum olíugeymum. Aðrar breytingar voru, auk perustefnisins og yfirbyggingarinnar, að skipt var um alla einangrum og klæðningu í lestum, millidekkið var klætt upp á nýtt, einn íbúaklefinn var endurnýjaður og baðherbergi og snyrting fyrir áhöfnina. Þá var sett ný 240 Kw Caterpillar ljósavél frá Heklu og nýr 27 tonna MKG löndunarkrani frá Framtaki. Loks var skipið sandblásið, galvaníserað og málað að utan sem innan með International skipamálningu frá Hörpu. Lagt var af stað með skipið áleiðis til Íslands þann 10. september síðastliðinn. Ánægðir með skipasmiðastöðina í Gdynia Forráðamenn Nesfisks og Njáls hf. í Garði voru afar ánægðir með skipasmíðastöðina í Gdynia eftir að hafa farið með Sigurfara GK á síðasta ári og sögðu aldrei hafa komið til greina að fara annað með skipið. Til veiða strax Áætlað er að skipið fari til veiða strax í vikunni undir stjórn Benóný Guðjónssonar skipstjóra.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024