Breytingar í innritunarsal án vandamála af neinu tagi
Engin vandamál af neinu tagi hafa skapast í kjölfar þess að opnuð var bráðabirgðaleið farþega úr innritunarsal upp í brottfararsalinn núna að morgni fimmtudags 8. desember. Samtímis var lokað fyrir fullt og allt inngangi farþega á brottfararsvæðið sem notaður hefur verið frá því flugstöðin var opnuð árið 1987. Um þúsund farþegar fóru af landi brott á fimmtudagsmorguninn og „allt gekk glimrandi“ eins og það var orðað. Sömu sögu er að segja af gangi mála á öðrum álagstímum eftir breytinguna, þ.e. síðdegis á fimmtudag, í gærmorgun og í gærkvöld, segir á vef Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.
Starfsfólk við innritun kemur skilaboðum um nýjan inngang skýrt og skilmerkilega til farþeganna og greinilegt er reyndar að ferðalangarnir vita margir hverjir af málinu þegar þeir koma á vettvang, enda var rækilega skýrt frá framkvæmdaáformum í flugstöðinni í fréttum sjónvarpsstöðva og dagblaða eftir blaðamannafund fyrr í vikunni. Menn ganga því rakleiðis að nýja bráðabirgðainngangnum hægra megin innritunarborðanna að innritun lokinni og tæpast eru dæmi um að farþegar fari á gamlar slóðir og komi að luktum dyrum gömlu vopnaleitarinnar.
Brottfararfarþegar velja um að ganga í stiga eða fara með lyftu upp í brottfararsalinn því enginn rúllustigi er við bráðabirgðainnganginn.Sérstakir gæslumenn eru til taks við lyftuna upp á 2. hæð á álagstímum og veita farþegum aðstoð ef á þarf að halda þegar þeir koma í gegnum vopnaleitarhliðin. Allt hefur gengið skínandi vel og fólk er jákvætt og skilningsríkt gagnvart raskinu sem framkvæmdirnar óhjákvæmilega valda tímabundið.
Texti og mynd af vef flugstöðvarinnar.
Starfsfólk við innritun kemur skilaboðum um nýjan inngang skýrt og skilmerkilega til farþeganna og greinilegt er reyndar að ferðalangarnir vita margir hverjir af málinu þegar þeir koma á vettvang, enda var rækilega skýrt frá framkvæmdaáformum í flugstöðinni í fréttum sjónvarpsstöðva og dagblaða eftir blaðamannafund fyrr í vikunni. Menn ganga því rakleiðis að nýja bráðabirgðainngangnum hægra megin innritunarborðanna að innritun lokinni og tæpast eru dæmi um að farþegar fari á gamlar slóðir og komi að luktum dyrum gömlu vopnaleitarinnar.
Brottfararfarþegar velja um að ganga í stiga eða fara með lyftu upp í brottfararsalinn því enginn rúllustigi er við bráðabirgðainnganginn.Sérstakir gæslumenn eru til taks við lyftuna upp á 2. hæð á álagstímum og veita farþegum aðstoð ef á þarf að halda þegar þeir koma í gegnum vopnaleitarhliðin. Allt hefur gengið skínandi vel og fólk er jákvætt og skilningsríkt gagnvart raskinu sem framkvæmdirnar óhjákvæmilega valda tímabundið.
Texti og mynd af vef flugstöðvarinnar.