Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Breytingar hjá Víkurfréttum - stærra blað
Laugardagur 9. apríl 2011 kl. 02:25

Breytingar hjá Víkurfréttum - stærra blað

Breytingar verða á Víkurfréttum í næstu viku. Útliti blaðsins verður breytt og síðurnar verða stærri en lesendur hafa áður vanist. Ný síðustærð er 260x390 millimetrar en það er sama stærð og á sunnudagsblaði Morgunblaðsins, svo dæmi sé tekið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Með stærri síðum fá Víkurfréttir meira pláss fyrir efni í blaðinu en í kjölfar efnahagskreppunnar hafa Víkurfréttir þurft að fækka síðum og þ.a.l. hafa fréttir og annað efni verið skorið niður. Ný síðustærð gefur ritstjórn nú tækifæri til að koma meira lesefni inn í blaðið.


Ný síðustærð þýðir einnig nýjar auglýsingastærðir. Hefðbundin heilsíðuauglýsing í nýja blaðinu verður 236 x 360 millimetrar en með svokallaðri blæðingu eða skorin stærð er 260x390 millimetrar. Hálfsíðan verður hins vegar 236x178 millimetrar.


Nýjar dálkabreiddir eru:
Eindálkur er 44 millimetrar, tvídálkur 92 millimetrar, þrídálkur 140 millimetrar, fjórdálkur 188 millimetrar og fimmdálkurinn er 236 millimetrar.


Þeir sem skila tilbúnum auglýsingum í næsta tölublað Víkurfrétta er bent á að nýta sér þær stærðir sem gefnar eru upp hér að ofan.


Nánari upplýsingar gefur Gunnar Einarsson auglýsingastjóri. Hann er með tölvupóstinn [email protected] og símann 421 0001 (virka daga kl. 09-17).