Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Breytingar á yfirstjórn félags- og fræðslumála Í Grindavík
Mánudagur 13. júlí 2015 kl. 09:03

Breytingar á yfirstjórn félags- og fræðslumála Í Grindavík

Í nýrri tillögu frá félagsþjónustu- og fræðslusviði eru gerðar skipulagsbreytingar til að hlúa betur að fræðslumálunum. Samkvæmt tillögunni verður til ný staða forstöðumanns skólaþjónustu en sviðsstjóri félags- og fræðslumála verður áfram næsti yfirmaður skólastjórnenda. Bæði félagsmálanefnd og fræðslunefnd hafa fjallað um tillöguna og lýst yfir ánægju með hana. Tillagan var samþykkt samhljóða. Greint er frá þessu á Grindavík.net

Áður hafði fulltrúi B-lista lagt fram eftirfarandi tillögu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hjá Grindavíkurbæ eru nú starfandi fimm svið. Miðað við rekstrarkostnað ársins 2014 er ljóst að 71,1% af rekstrarkostnaði bæjarins fellur undir félagsþjónustu- og fræðslusvið. Önnur svið deila með sér 28,9% af rekstrargjöldum. Ljóst er að félagsþjónustu- og fræðslusvið er því langstærsta sviðið bæði þegar kemur að rekstrarkostnaði og starfsmannafjölda (77,3% starfsmanna bæjarins). Nýta á það tækifæri og svigrúm sem nú hefur myndast á umræddu sviði til að leggja aukna áherslu á fræðslumál. Með hliðsjón af því leggur fulltrúi B-lista til að félagsþjónustu- og fræðslusviði verði skipt upp í tvö svið, annars vegar fræðslusvið og hins vegar félagsþjónustusvið og að auglýst verði starf sviðstjóra fræðslumála. Þannig er hægt að efla starf skólaskrifstofunnar og leggja aukna áherslu á fræðslumál.

Tillaga Fulltrúa B lista var feld með atkvæðum D og G lista.