Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 9. maí 2001 kl. 11:48

Breytingar á skólasvæðum ræddar

Á bæjarstjórnarfundi í vikunni var mikið rætt um skólastefnu Reykjanesbæjar. Skóla- og fræðsluráð lagði til að breytingar yrðu gerðar á reglum um skólasvæði í Reykjanesbæ þannig að Holtaskóli og Njarðvíkurskóli myndu tilheyra sama svæði og Myllubakkaskóli og Heiðarskóli því sama.
Skólastefna Reykjanesbæjar miðar að því að „bærinn verði eitt skólahverfi með sveigjanlegum skólasvæðum sem taka breytingum eftir fjölda barna í árgangi frá ári til árs.“ Heiðarskóli getur ekki tekið við þeim 60 börnum sem væntanleg eru á næsta skólaári að sögn Eiríks Hermannssonar skólamálastjóra. „Fjöldi nemenda yrði þá kominn í 480 en skólinn getur ekki tekið við þeim fjölda nema með viðbættum kennslustofum. Með því að sameina skólasvæðin væri hægt að dreifa fjölda nemenda þannig að Myllubakkaskóli tæki við nemendum í þrjá bekki en Heiðarskóli tvo. Þannig næst best nýting á húsnæði og áþekkur fjöldi væri í hverjum bekk“ segir Eiríkur. Nemandi sem flytur á milli skólasvæða á þannig möguleika á að ljúka skólaárinu þar sem hann hóf nám að hausti. Seinni umræða um skólastefnu Reykjanesbæjar fer fram á bæjarstjórnarfundi 22. maí nk.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024