Breytingar á leikmannamálum Grindvíkinga
- Stefán Jankovich, þjálfari úrvalsdeildarliðs UMFG mætti seint á fundinn í Festi, sennilega vegna þess að lið hans var í boltasparki í Reykjaneshöllinni. Hann sagði fimm leikmenn frá því í fyrra hætta eða farna. Þetta eru þeir Hjálmar Hallgrímsson, Björn Skúlason, Sveinn Jónsson, Ólafur Ingólfsson og Grétar Hjartarson en sá síðastnefndi er orðinn atvinnumaður. Tveir fyrrum Keflvíkingar eru komnir til UMFG, þeir Sverrir Sverrisson sem reyndar hefur leikið meira með öðrum liðum undanfarin ár og Róbert Sigurðsson. Þá er vonast til að Ólafur Bjarnason fyrrverandi Grindvíkingur sem leikur með Malmö í Svíþjóð komi heim. Jankó þjálfari sagðist ekki vita hvað nýja félagið gæti gert en alla vega þyrfti að fá nýjan framherja í stað Grétars Hjartarsonar