Breytingar á kvikmyndatöku vegna veðurs og Hafnargata opin á morgun
Vegna óhagstæðrar veðurspár á morgun, fimmtudag, þurfa kvikmyndagerðarmenn True North, sen nú vinna að upptökum á þáttunum True Detective, að skipta á tökudögum við Hafnargötuna í Keflavík.
Upptökur sem fyrirhugaðar voru á morgun, fimmtudag, færast yfir á föstudaginn. Það þýðir að lokanir á Hafnargötunni og verslunum sem áttu að vera allan daginn á morgun verða á föstudaginn. Hafnargatan, Fjóla gullsmiður og Gallerí Keflavík verða því opnar á morgun, eins og átti að vera á föstudaginn.