Breytingar á kjarasamningum starfsmanna Hitaveitu Suðurnesja
Starfsmannafélög Suðurnesja, Hafnarfjarðar og Vestmannaeyja hafa náð samkomulagi við Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Hitaveitu Suðurnesja h.f. um breytingar og framlengingu kjarasamnings aðila til sex mánaða, eða til 30. apríl 2009.
Félagsmenn fá tveggja launaflokkahækkun frá 1. nóvember s.l. og 21.000 króna eingreiðslu. Þá hækkar desemberuppbót í 67.500
Samkomulagið var samþykkt af félagsmönnum með megin þorra greiddra atkvæða, segir í tilkynningu.