Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Breytingar á innheimtu
Þriðjudagur 28. október 2008 kl. 10:57

Breytingar á innheimtu

Vegna efnahagsástands og verðbólgu hefur bæjarráð Garðs samþykkt breytingu á byggingarleyfis- og gatnagerðargjöldum í þá veru að við innheimtu gjaldanna verði miðað við vísitölu í febrúar 2008.

Þeir sem sækja um lóð á árinu 2008 eða hafa fengið úthlutað lóð á árinu 2008, greiði byggingarleyfis- og gatnagerðargjöld samkvæmt þessari reglu.  Samkvæmt reglunum skiptist gjaldið í tvennt og verði fyrri greiðslan greidd á þessu ári verðbætist seinni greiðslan ekki enda verði hún greidd eigi síðar en í febrúar 2010.

Undirbúningur að fjárhagsáætlunargerð næsta árs var einnig til umræðu á síðasta bæjarráðsfundi og var lagt til að kalla forstöðumenn stofnanna bæjarins á fund bæjarráðs þar sem farið yrði yfir forgangsröðun í nýrri áætlun.  Einnig var bæjarstjóra falið að kanna kjör lána og möguleika á lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga vegna viðbyggingar við Gerðaskóla.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024