Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Breytingar á gjaldskrá leikskóla samþykktar í bæjarráði
Fimmtudagur 22. janúar 2004 kl. 10:55

Breytingar á gjaldskrá leikskóla samþykktar í bæjarráði

Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum í morgun breytingar á gjaldskrá leikskóla sem taka gildi 1. febrúar n.k. Tímagjald vegna eins barns á leikskóla verður áfram það sama eftir gjaldskrárhækkun um áramótin.
Breytingarnar sem samþykktar voru í bæjarráði í morgun fela í sér eftirfarandi:
1. Systkinaafsláttur af tímagjaldi vegna annars barns verði 40% í stað 25% áður.
2. Afsláttur með þriðja  systkini á leikskóla verði 75% í stað 50%
3. Systkinaafsláttur gildir um barn í leikskóla ef systkini , 18 mánaða eða eldra, er í vistun hjá dagforeldri.
4. Gefinn er 25% afsláttur af tímagjaldi ef annað greiðandi foreldra er í fullu námi.

Áfram er hægt að sækja um sérstakan afslátt ef börn búa við félagslega erfiðleika eða erfiðar heimilisaðstæður.

Breytingar á systkinaafslætti þýða að gjald vegna annars barns foreldra fyrir 8 tíma vistun, með mat og hressingu, fer úr 21.800 í 18.680
Gjald fyrir þriðja barn fer úr 13.500 í 6.750 kr.
Sé barn á leikskóla og 18 mánaða eða eldra systkini hjá dagmóður, er veittur sami afsláttur og að ofan greinir.
Sé annað foreldra í fullu námi er gjald vegna 1. barns, m.v. 8 tíma vistun og fullt fæði,   21.800 í stað 27.000 króna áður, en frá þessu var greint á vef Reykjanesbæjar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024