Breytingar á Casino, nektardans aðskilinn dansstað
Gagngerar endurbætur standa yfir þessa dagana á skemmtistaðnum Casino í Reykjanesbæ.
Stefnan í nýjum og endurbættum stað verður með nokkuð öðru sniði en hefur verið undanfarin ár. Áherslan verður ekki lengur á nektardans eins og var heldur verður sá hluti rekstursins afmarkaður í sal inn af vönduðum næturklúbbi þar sem aðstaða verður til tónleikahalds.
Elmar Þór Magnússon, eigandi Casino, segir að breytingarnar hafi verið í farvatninu lengi og með þeim sé verið að koma til móts við hinn almenna gest. „Við erum í raun að aðskilja nektardansinn og danssalinn vegna þess að fólk var almennt að koma til okkar til að skemmta sér en ekki gagngert til að horfa á stúlkurnar.“
Í nýja salnum hefur verið komið upp stóru sviði þar sem stærstu tónleikabönd landsins geta skemmt miklum fjölda áhorfenda. „Það hefur vantað svona stað í bæinn lengi,“ sagði Elmar þegar Víkurfréttir litu við á dögunum. „Við erum líka búnir að setja upp flotta aðstöðu fyrir plötusnúða og verðum í samstarfi við umboðsskrifstofu erlendis um að flytja inn stór nöfn í þessum geira. Við stefnum svo líka á að vera reglulega með stórar íslenskar hljómsveitir í vetur.“
Staðurinn verður opinn í kvöld, en formleg opnun verður aðra helgina í september þar sem verður margt um dýrðir. „Svali verður að spila hjá okkur á föstudeginum og svo verður annar góður á laugardeginum,“ segir Elmar og lofar miklu fjöri og skemmtu
VF-mynd/Þorgils Jónsson: Allt var á fullu í endurbótum þegar VF leit við á Casino
Stefnan í nýjum og endurbættum stað verður með nokkuð öðru sniði en hefur verið undanfarin ár. Áherslan verður ekki lengur á nektardans eins og var heldur verður sá hluti rekstursins afmarkaður í sal inn af vönduðum næturklúbbi þar sem aðstaða verður til tónleikahalds.
Elmar Þór Magnússon, eigandi Casino, segir að breytingarnar hafi verið í farvatninu lengi og með þeim sé verið að koma til móts við hinn almenna gest. „Við erum í raun að aðskilja nektardansinn og danssalinn vegna þess að fólk var almennt að koma til okkar til að skemmta sér en ekki gagngert til að horfa á stúlkurnar.“
Í nýja salnum hefur verið komið upp stóru sviði þar sem stærstu tónleikabönd landsins geta skemmt miklum fjölda áhorfenda. „Það hefur vantað svona stað í bæinn lengi,“ sagði Elmar þegar Víkurfréttir litu við á dögunum. „Við erum líka búnir að setja upp flotta aðstöðu fyrir plötusnúða og verðum í samstarfi við umboðsskrifstofu erlendis um að flytja inn stór nöfn í þessum geira. Við stefnum svo líka á að vera reglulega með stórar íslenskar hljómsveitir í vetur.“
Staðurinn verður opinn í kvöld, en formleg opnun verður aðra helgina í september þar sem verður margt um dýrðir. „Svali verður að spila hjá okkur á föstudeginum og svo verður annar góður á laugardeginum,“ segir Elmar og lofar miklu fjöri og skemmtu
VF-mynd/Þorgils Jónsson: Allt var á fullu í endurbótum þegar VF leit við á Casino