Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Breytingar á álagningu fasteignagjalda hjá Reykjanesbæ
Fimmtudagur 29. janúar 2004 kl. 10:35

Breytingar á álagningu fasteignagjalda hjá Reykjanesbæ

Álagningarseðlar vegna fasteignagjalda í Reykjanesbæ fyrir árið 2004 verða sendir út á næstu dögum ásamt greiðsluseðlum vegna fyrstu greiðslu.
Sú breyting hefur orðið á að sérstakt fráveitugjald sem var kr. 6.000 á íbúð er ekki lengur innheimt heldur er það orðið hluti af holræsagjaldi á íbúðir, sem fyrir vikið hækkar úr  0,13% í 0,17%.  Þá er svo komið að sveitarfélögum er ekki lengur heimilt að greiða niður sorpeyðingu og því leggst á nýtt sorpeyðingargjald kr. 12.130.  Sorphirðugjald lækkar hinsvegar úr 5.300 í 4.900 vegna hagstæðrar niðurstöðu útboðs sem fram fór seinni hluta árs 2003. Vefur Reykjanesbæjar greinir frá þessu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024