Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Breyting komi ekki niður á íbúum
Mánudagur 18. ágúst 2008 kl. 15:04

Breyting komi ekki niður á íbúum



Breytt rekstrarform Kölku í hlutafélag og hlutfjáraukning hefur verið til umræðu undanfarið innan sveitastjórna á Suðurnesjum en aðalfundur Kölku er í dag þar sem þessi mál munu væntanlega skýrast.

Breytt rekstrarform félagsins hefur ekki mætt andstöðu í sveitarstjórnum á svæðinu en vissar áhyggjur virðast þó vera uppi samkvæmt því sem fram kemur í nýlegri bókun bæjarráðs Grindavíkur.  Þar segir að „breytt fyrirkomulag á rekstri Kölku megi ekki koma niður á íbúum byggðalagana í formi aukinnar gjaldtöku og lægra þjónustustigs,“ svo vitnað sér orðrétt í bókunina. Með breyttu rekstrarfyrirkomulagi opnast t.d. sá möguleiki að einkaaðilar geti komið að rekstrinum.

Samkvæmt fjárhagsáætlun Kölku 2008 skipast framlög einstakra sveitarfélaga sem hér segir:

Reykjanesbær   kr. 129.380.000,-
Grindavíkurbær  kr. 27.338.000,-
Sandgerðisbær  kr.  17.083.000,-
Sveitarfélagið Garður  kr. 14.507.000,-
Sveitarfélagið Vogar  kr.   11.692.000,-

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024