Breyting á afgreiðslu lyfja í Grindavík
Ekki hefur tekist að fá lyfjafræðing í fullt starf í Grindavík en nú er þar lyfjafræðingur í hlutastarfi, sem takamarkar þjónustu við bæjarbúa. Bæjarstjórn Grindavíkur hefur mælt með að útibúinu verði breytt á þann veg að allir lyfseðlar verði sendir í Lyfju í Hafnarfirði þar sem lyfjafræðingur afgreiði þá. Tillagan er nú til endurskoðunar hjá Heilbrigðisráðuneytinu en ef hún fæst samþykkt þá geta bæjarbúar fengið lyf sín afgreidd hvenær sem er á opnunartíma útibúsins.Að sögn Einars Njálssonar, bæjarstjóra Grindavíkur, er aðkallandi að fá niðurstöðu í þetta mál. „Eins og staðan er nú þá geta íbúar aðeins fengið lyf sín afgreidd á meðan lyfjafræðingurinn er í versluninni. Sumir óttast að öryggi muni skorti ef afgreiðslan fer fram í Hafnarfirði, en starfsfólk Lyfju í Grindavík hefur langa reynslu af þessum störfum og ég hef trú á að þetta verði betra fyrirkomulag“, segir Einar.