Breytileg átt í dag
Veðurstofan gerir ráð fyrir fremur hægri austlæg eða breytileg átt. Víða bjartviðri vestan- og norðvestanlands, en annars skýjað með köflum og stöku skúrir. Norðlæg átt, 3-8 m/s í nótt og yfirleitt þurrt, en léttskýjað um landið suðvestanvert. Vaxandi norðaustan átt á morgun, 10-15 m/s síðdegis, en 15-20 um landið norðvestanvert. Víða slydda eða snjókoma, en þurrt að mestu suðvestantil. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig, en sums staðar næturfrost, einkum í innsveitum.