Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Breyta vængjum á þotum Icelandair
Þriðjudagur 20. desember 2005 kl. 11:00

Breyta vængjum á þotum Icelandair

Icelandair hyggst láta setja svonefnda vænglinga (winglet) á vængenda sjö Boeing 757-þotna sinna í vetur. Fyrsta þota félagsins er komin úr breytingu og hóf áætlunarflug í gær.

Að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair, þarf að gera talsverðar breytingar á vængjum flugvélanna til að koma vænglingunum fyrir. Tekur breyting hverrar flugvélar 3-4 vikur og fer hún fram í Bandaríkjunum í samvinnu við Boeing, framleiðanda flugvélanna.

Vænglingarnir draga úr eldsneytiseyðslu flugvélanna svo nemur um 5%. Mörg flugfélög eru að láta setja vænglinga á flugvélar sínar um þessar mundir og má rekja það til síhækkandi eldsneytisverðs. Ráðgert er að ljúka þessum breytingum á stærsta hluta áætlunarflugflota Icelandair fyrir næsta sumar. Morgunblaðið greinir frá.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024