Framúrskarandi fyrirtæki 2025
Framúrskarandi fyrirtæki 2025

Fréttir

Breyta Ragnarsseli í fjölbýlishús
Miðvikudagur 26. október 2016 kl. 06:00

Breyta Ragnarsseli í fjölbýlishús

- Nær allar íbúðirnar þegar seldar

Verið er að breyta Ragnarsseli í átta íbúða hús og hafa flestar íbúðirnar þegar verið seldar. Íbúðirnar verða 52 til 76 fermetrar að stærð og tveggja til þriggja herbergja. Mikill skortur hefur verið á litlum íbúðum á Suðurnesjum að undanfarin misseri. Að sögn Ólafs Thordersen, eins af eigendum fasteignafélagsins F1, hafa framkvæmdir gengið vel og er áætlað að afhenda fyrstu íbúðirnar um næstu áramót.

Húsið stendur við Suðurvelli í Reykjanesbæ og var áður í eigu Þroskahjálpar á Suðurnesjum og var þar margvísleg starfsemi fyrir börn með fötlun.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

 

Eldri mynd af Ragnarsseli. Það var áður í eigu Þroskahjálpar á Suðurnesjum.

Dubliner
Dubliner