Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Breyta opnunartíma ráðhúsa Suðurnesjabæjar og skipta starfsfólki í þrjá hópa
Mánudagur 16. mars 2020 kl. 10:38

Breyta opnunartíma ráðhúsa Suðurnesjabæjar og skipta starfsfólki í þrjá hópa

Starfsfólki ráðhúsa Suðurnesjabæjar er skipt í þrjá hópa og hefur hver starfsmannahópur sína starfsstöð. Starfsstöðvar verða í ráðhúsunum í Garði og Sandgerði og í Samkomuhúsinu í Sandgerði. Þessi ráðstöfun er til að rjúfa smitleiðir milli starfsfólks og með það að markmiði að starfsemi og þjónusta sveitarfélagsins haldist órofin.

Samkvæmt aðgerðaáætlun Suðurnesjabæjar um órofna starfsemi og þjónustu vegna COVID-19 smithættu verða breytingar á starfsemi og aðgengi að ráðhúsum Suðurnesjabæja og gildir breytingin frá og með deginum í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Afgreiðslur ráðhúsanna í Garði og Sandgerði verða opnar virka daga frá kl. 11:00 – 13:00 og gildir það í óákveðinn tíma. Opnunartímar geta breyst með stuttum fyrirvara og verða breytingar auglýstar ef til kemur. Starfsstöðin í Samkomuhúsinu er einungis hugsuð fyrir vinnuaðstöðu eins og staðan er í dag og mun hluti starfsfólks ráðhúsanna sinna sínum störfum og verkefnum með fjarvinnslu og vinnu heima fyrir.

Nánar hér.