Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Breyta húsnæði Þroskahjálpar í íbúðir
Húsnæði Þroskahjálpar á Suðurnesjum við Suðurvelli í Keflavík.
Miðvikudagur 4. september 2013 kl. 10:43

Breyta húsnæði Þroskahjálpar í íbúðir

Húsnæði Þroskahjálpar á Suðurnesjum við Suðurvelli í Reykjanesbæ verður breytt í íbúðir fyrir fatlaða einstaklinga. Engin starfsemi hefur verið í húsnæðinu frá því sveitarfélögin tóku yfir málefni fatlaðra.

Það voru þeir Ásmundur Friðriksson, formaður Þroskahjálpar á Suðurnesjum, og Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, sem undirrituðu samning þess efnis í liðinni viku. Innréttaðar verða sex einstaklingsíbúðir í húsunum við Suðurvelli, auk þjónusturýmis.

Þroskahjálp á Suðurnesjum mun sjá um breytingar á húsnæðinu og mun fá til sín sjálfboðaliða til að sinna ýmsum verkum til að halda niðri byggingarkostnaði. Fyrstu skrefin eru að teikna þær breytingar sem þarf að gera á húsunum en búast má við að framkvæmdir hefjist við breytingar hefjist um áramót. Reykjanesbær mun svo leigja húsnæðið til 25 ára og endurleigja íbúðir til fatlaðra og þjónusta íbúa.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024