Breyta húsnæði fyrir heilsugæslusel í Vogum
Fyrir liggja drög að þjónustusamningi Sveitarfélagsins Voga við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja um afnot af húsnæði fyrir heilsugæslusel í hluta af húsnæði bæjarins að Iðndal 2 í Vogum. Áætlaður kostnaður við breytingar og endurbætur nemur tuttugu milljónum króna.
Bæjarráð leggur til að ráðist verði í verkefnið hið fyrsta og að heimild sé veitt til verkefnisins með fyrirvara um staðfestingu samnings. Er lagt til að aukinni fjárfestingu verði mætt með lækkun á handbæru fé.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				