Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Breyta aðalskipulagi fyrir smáhýsi í landi Gaukstaða
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
þriðjudaginn 18. október 2022 kl. 09:59

Breyta aðalskipulagi fyrir smáhýsi í landi Gaukstaða

Suðurnesjabær hefur auglýst verkefnislýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi í landi Gaukstaða í Garði. Breytingin felst í breytingu á skilgreiningu svæðis frá skilgreindri notkun opins svæðis í núgildandi aðalskipulagi í skilgreinda notkun afþreyingar- og ferðamannasvæðis í landi Gauksstaða, þar sem stefnt er að uppbyggingu gistirýma til útleigu fyrir ferðaþjónustu.

Lýsingin er kynnt á heimasíðu Suðurnesjabæjar, www.sudurnesjabaer.is, ásamt því að vera aðgengileg í anddyri bæjarskrifstofu og skulu athugasemdir og ábendingar hafa borist skriflega eigi síðar en fimmtudaginn 10. nóvember 2022.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Um er að ræða nýtt afþreyingar- og ferðamannasvæði, svæði fyrir smáhýsi og móttöku– og afþreyingarrými.

Stefnt er að því að vinna að uppbyggingu í landi Gauksstaða í Suðurnesjabæ. Um er að ræða uppbyggingu í smáhýsum til útleigu fyrir ferðaþjónustu, 15 gistihús um 30 fm að stærð hvert, ásamt móttöku– og afþreyingarhúsi, allt að 300 fm.

Uppbyggingin við Gaukstaði verði liður í að byggja upp aðstöðu í Suðurnesjabæ sem yrði viðkomustaður fyrir ferðamenn sbr. áherslur sveitarfélagsins þess efnis. Áætlað er að starfsemin gæti dregið til sín um fimmþúsund til sjöþúsund ferðamenn árlega og skapi störf fyrir átta manns.

Tillaga að aðalskipulagsbreytingu - Verkefnalýsing