Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 12. júlí 2001 kl. 21:31

Breti stöðvaður með 6 kíló af hassi

Sex kíló af hassi fundust í ferðatösku bresks karlmanns þegar hann kom til landsins frá Ósló á sunnudaginn. Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli hefur lagt hald á hátt í 19 kíló af hassi á þessu ári en allt árið í fyrra var lagt hald á rúmlega 12 kíló. Fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík fer með rannsókn málsins en maðurinn hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald. Fréttavefur Morgunblaðsins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024